Blogg

Ofnbakaður hafragrautur með kanil og eplum

2024-06-21 00:00
Ofnbakaður hafragrautur með kanil og eplum

Ofnbakaður hafragrautur með eplum og kanil

Þessi er algjör draumur og sjúklega góður
Ofnbakadurgrauturmedeplumogkanil
Þið þurfið:
  • 100 g tröllahafrar

  • 200 g vanilluskyr

  • 2 egg

  • 1 skeið próteinduft - vanillu

  • 1 vel þroskaður banani, stappaður í mauk

  • 1 stort jonagold epli

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/2 tsk salt

  • Hreinn kanill

  1. Stilla ofn á 180° með viftu

  2. Skera eplið í tvennt, annan helminginn í teninga og hinn í sneiðar.

  3. Moka öllu saman í skál - nema eplasneiðunum

  4. Smyrja mót með pam spreyji og setja bökunarpappír í botninn

  5. Setja í mótið

  6. Raða eplasneiðunum ofan á

  7. Strá meiri kanil yfir

Baka í miðjum ofni með viftuna á 35-40 mín, fer eftir hversu blautann þú vilt hafa grautinn en þumalputtareglan er að því meira skyr sem þú ákveður að nota því lengur þarftu að baka.

Það má leika sér að þessum, setja meira skyr, meiri hafra o.s.frv.. bara það sem hentar þínum macros

Macros-in eru mjög góð!
Screenshot 20240621-133302 MyFitnessPal