Um mig

Þjálfari, eiginkona og móðir

Ég hef haldið námskeiðið Allir Geta Eitthvað með frábærum viðtökum og fengið að hjálpa mörgum konum af stað.

Ég er mamma og eiginkona með ástríðu fyrir þjálfun og að hjálpa öðrum konum að bæta lífsgæðin sín með heilbrigðum aðferðum

Þegar ég var 28 ára vaknaði ég upp við vondan draum. Ég var 2 barna móðir, með ónýtan skrokk, vansvefta, stanslaust verkjuð og 40 kg of þung. Ég gat ekki elt uppi börnin mín, setið með þeim á gólfinu eða haldið í við þau þegar við fórum út að leika.

Ég leitaði mér læknaaðstoðar og var greind með vefjagigt. Í kjölfarið ákvað ég að afla mér upplýsinga um sjúkdóminn og komst að því að kyrrseta væri það versta sem ég gæti gert svo ég ákvað að taka mataræðið og hreyfinguna í gegn. Ég ætlaði mér ekki að vera mamman sem gat ekki leikið við börnin sín eða haft ofan fyrir þeim. Ég vildi vera góð fyrirmynd og mig langaði að taka þátt í leikjum og ævintýrum sem þau myndu lenda í.

Svo ég fór af stað með 1 markmið, komast í gott form. Fljótlega komst ég að því að hreyfing var eitthvað sem ég var búin til, til þess að stunda og að allir geta stundað hreyfingu burt séð frá líkamlegri geti.

Ég komst alltaf meira og meira inn í íþróttirnar, komst í betra form og leið betur. Krakkarnir mínir nutu góðs af, við fórum meira út, klifruðum meira, hlupum, spiluðum fótbolta og lékum okkur.

Lífsgæði okkar allra jukust með hverjum deginum og fljótlega fann ég að hreyfingin var ekki bara eitthvað til að stunda eða gera með krökkunum heldur vildi ég hvetja aðrar konur til þess að hreyfa sig.
Ég helti mér því út í þjálfaranám, tók réttindin og hef þjálfað einstaklinga síðan í júní 2018

Reynslan sem ég safnaði að mér á mínu ferðalagi hefur nýst mér vel í starfi, ég get miðlað minni þekkingu til þeirra sem þurfa á henni að halda og skil einstaklingana sem koma til mín betur því ég kem úr þeirra hóp og veit hvernig það er að byrja. Ég er betri þjálfari fyrir vikið, því ég hef rekið mig á þetta allt saman sjálf og þekki frjústeringuna af eigin raun.

Ég býð upp á

Fjarþjálfun

Einkaþjálfun

Hópþjálfun

Næringaþjálfun

Þjálfun og reynsla

Þjálfari hjá Crossfit Reykjavík

Ég þjálfa námskeiðið Allir Geta Eitthvað í samstarfi við Crossfit Reykjavík – Ég býð einnig upp á einkaþjálfun, hópþjálfun og fimleikaþjálfun þar og hef gert síðan sumarið 2018

Þjálfari
Ég tók þjálfararéttindin sumarið 2018 og hægt er að flétta upp eftirnafni mínu og réttindum í Crossfit Trainer Directory

%d bloggers like this: