Allir Geta Eitthvað

Allir Geta Eitthvað

Áður en ég kynntist Crossfit fann ég mikið mótlæti þegar ég ætlaði mér að sinna heilsunni. Ég var í ofþyngd, greind með vefjagigt og glímdi við mikin vanlíðan. Mér fannst ég allstaðar koma að lokuðum dyrum og upplifði fordóma frá þeim sem hefðu átt að aðstoða mig og samfélagið gaf hreinlega rangar upplýsingar.

Ég þurfti að klessa á ansi marga veggi og falla margoft fyrir snákasölumennsku áður en ég gafst upp, ákvað sjálf að læra og fræða mig og gera þetta upp á mitt einsdæmi. Fljótlega eftir það datt ég inn í Crossfit og komst að því að hugmyndirnar, sem flögruðu manna á milli, voru ekki bygðar á góðum grunn og flæktu hlutina um og of.

Ég fékk fljótlega þá flugu í höfuðið að afflækja málin og fara af stað með mitt eigið námskeið fyrir konur eins og mig, sem finnst þær ekki passa alveg inn í ræktina vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og upplifa sig týndar þegar kemur að þjálfun og mataræði.

Ég bjó því til námskeiðið Allir Geta Eitthvað þar sem ég blanda saman öllu því sem ég hef lært og miðla því áfram. Við notum SMART markmiða setningu, fyrirlestra og fræðslu til að læra 3 lykilatriði heilsunar og förum yfir mikilvægi þess að sinna þessum þáttum.

Námskeiðið er haldið samstarfi við Sporthúsið og Crossfit Sport, stendur í 4 vikur og er mæting 3x í viku.