Allir Geta Eitthvað

Allir Geta Eitthvað

Í maí 2019 fór ég af stað með námskeiðið Allir Geta Eitthvað í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Námkseiðið er ætlað konum sem treysta sér ekki á Crossfit grunnnámskeið eða hafa ekki fundið sig í hefðbundinni líkamsrækt sökum andlegra eða líkamlegra kvilla.

Námskeiðið er haldið í Crossfit Reykjavík og stendur yfir í 6 vikur. Fjöldi á hvert námskeið er takmarkaður og vegna þess hversu fáir komast að get ég gefið mér meiri tíma í að aðstoða og hjálpa einstaklingum að vinna í kringum þá kvilla sem gætu verið að halda aftur af einstaklingnum.

Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum síðu Crossfit Reykjavíkur